top of page
< Back

Friðþjófur Þorsteinsson

Lýsing

Friðþjófur lauk grunnnámi í ljósahönnun við The Royal Central School of Speech and Drama árið 2009 og meistaranámi í sviðsmyndahönnun við Central St. Martin‘s College of Art and Design árið 2013. Í rúman áratug hefur hann búið í Bretlandi og auk starfa sinna þar hafa verk hans sést á Írlandi, í Evrópu, á Bermúdaeyjum, í Bandaríkjunum, í Suður Kóreu, Kína, Indlandi og víðar. Á Íslandi hefur hann einkum starfað með Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi, eða frá stofnun hans, en einnig öðrum sjálfstæðum hópum. Friðþjófur hefur hannað fyrir leikrit, söngleiki, samtímadans, ballet, brúðusýningar, ýmsa viðburði og einnig tískuvikur í London, París og Mílanó. Auk þess að hanna sviðslistasýningar starfar Friðþjófur sem ráðgjafi arkitekta við hönnun sviðslistahúsa og hefur sem slíkur komið að um fimmtíu leikhúsum, óperuhúsum, klassískum tónlistarhúsum, íþróttaleikvöngum, söfnum, sérútbúnum sjónleikjahúsum, sviðslistarýmum utanhúss, ráðgjöf varðandi rekstur og fleira er varðar uppbyggingu og tækifæri varðandi sviðslistir um allan heim. Þá starfar hann ennfremur sem kennari við alla helstu sviðslistaskóla í Bretlandi. Meðal nýlegra verka Friðþjófs má nefna The Intelligence Park (Music Theatre Wales & Royal Opera House), Kamellíufrúin (Shanghai Ballettinn), Hadestown (The Royal National Theatre – meðhönnuður), Ókunnugur (Frystiklefinn), Benedikt Búálfur (Leikfélag Akureyrar), Allra veðra von (Hringleikur) o.fl.

Friðþjófur Þorsteinsson
bottom of page