top of page
< Back

Valgerður G. Halldórsdóttir

Framleiðandi

Valgerður G. Halldórsdóttir rekur CRESCENDO menningarstjórnun og er framleiðandi Óperunnar hundrað þúsund fyrir hönd Svarts jakka. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk burtfararprófi (dipl.ABRSM) frá Söngskólanum í Reykjavík.Valgerður starfaði lengi í auglýsingageiranum m.a. við hönnunarstjórn, markaðsráðgjöf og framkvæmdastjórn og hefur sinnt framkvæmda, verkefnis- og kynningarstjórn fjölbreyttra menningarverkefna. Hún var framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar til margra ára og er heiðursmeðlimur í Alþjóðlegum samtökum tónlistarmiðstöðva. Hún var verkefnisstjóri og yfirhönnuður nýrrar grunnsýningar Byggðasafnsins á Akranesi sem opnaði 2020, kynningar- og samskiptastjóri Myrkra músíkdaga 2024 og verkefnisstjóri söngkeppninnar Vox Domini 2024. Jafnframt starfar Valgerður að umboðs-, kynningar- og útgáfumálum fyrir m.a. tónskáldin Huga Guðmundsson, Þórunni Grétu Sigurðardóttur, Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigurbjörnsson, Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu, Sigurgeir Agnarsson sellóleikara og Strokkvartettinn Sigga. Hún er kynningarstjóri Reykholtshátíðar og kynningar og samskiptastjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar HIMA og vinnur nú að stofnun Þorkelsstofu sem hverfist um ævi- og höfundastarf Þorkels Sigurbjörnssonar. 

Valgerður G. Halldórsdóttir
bottom of page