top of page
ghs_portra_edited.jpg

Guðný Hrund Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi leikmynda og búningahönnuður í sviðslistum. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í leikmyndahönnun árið 2011 og hefur síðan þá starfað sjálfstætt að hinum ýmsu sviðslistaverkum. Mörg verkanna hafa verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna og Guðný hefur verið tilnefnd fimm sinnum til Grímuverðlaunanna fyrir sína vinnu og hlaut verðlaunin árið 2019 fyrir búningahönnun í sýningunni Eyður sem unnin var með sviðslistahópnum Marmarabörnunum. Hún hefur unnið mikið með öðru listafólki innan sjálfstæðu senunnar eins og Marmarabörnum, Sögu Sigurðardóttur, Önnu Kolfinnu Kuran, Rósu Ómarsdóttur og fleirum. Guðný er einn af listrænum stjórnendum sviðslistahópsins Bíbí og blaka sem gerir verk með áherslu fyrir börn. Allar sýningar Bíbí og blaka hafa verið tilnefndar til Grímuverðlaunanna fyrir barnasýningu ársins og hlotnuðust verðlaunin árið 2016 fyrir sýninguna Vera og vatnið. Hún er hluti af teyminu sem vinnur að Krakkaveldi með þeim Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og Hrefnu Lind Lárusdóttur. Guðný brennur fyrir hugmyndavinnu og nýtur þess að útbúa heim í kringum verkin sín sem dansa oft á mörkum sviðs og myndlistar.

bottom of page